Um verkefnið

Velkomin á vefsvæði öndvegisverkefnisins Heimsins hnoss: Söfn efnismenningar, menningararfur og merking sem fékk þriggja ára styrk frá Rannsóknarmiðstöð Íslands (RANNÍS) árið 2018. Verkefninu stjórnar Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.

Rannsóknarverkefnið samanstendur af framlagi fræðimanna á sviði sagnfræði, efnismenningarfræða (fornleifafræði og mannfræði) sem og safnafræða. Þungi rannsóknarinnar verður tvíþættur: Í fyrsta lagi verður áhersla lögð á fyrirbærið safn (“the archive”); hvernig við varðveitum hugmyndina um liðna tíð, hvernig fólk og umhverfi þess er skráð og hvernig gerð er grein fyrir því í sögulegum heimildum. Í öðru lagi verður hugað að því hvernig söfn hafa verið nýtt í vísindum á fjölbreyttum sviðum akademískra rannsókna. Þar verður áherslan fyrst og fremst á efnismenningu; hvaða hluti átti fólk samkvæmt ólíkum „söfnum“ og hvernig voru þeir nýttir? Það þarf að ræða hvernig hlutirnir voru búnir til, hvernig fólk eignaðist þá, hvernig þeir voru notaðir og hvað fólki (eigendunum og öðrum) fannst um þá – um hugmynda- og hugarfarslegt gildi þeirra – og hvort þeir öðluðust í hverdagslífinu sérstaka merkingu. Ólíkum „söfnum“ verður teflt saman til þess að fá tækifæri til að skoða hugmyndir manna um fortíðina út frá nýju sjónarhorni og gagnrýna um leið hvernig fræðaheimurinn hefur unnið sín verk. Hugmyndin að baki þessari nálgun er að þekking á hlutveruleika hversdagslífs sé undirstaða aukins skilnings á því hvernig fólk „byggði“ líf sitt og skapaði sér ímynd (identity), og hvernig efnismenning og hlutir daglegs lífs stuðluðu að þeirri ímyndar og samfélagssköpun.

Nákvæmar opinberar uppskriftir yfirvalda á dánarbúum fólks og heimilum sem þurfti að gera upp vegna ýmissa ástæða verða lögð til grundvallar þessu verkefni, en um er að ræða um 25 þúsund uppskriftir frá 17. öld og fram á þá 20. Gerð verður markviss úttekt á uppskriftarbókum sýslumanna og þeim teflt saman við gripi sem eru geymdir í Þjóðminjasafni Íslands og víðar. Aðrir heimildaflokkar verða einnig undir en þessir tveir eru þó viðamestir. Þessi rannsóknarvinnu verður umfangsmikil og það verður mjög forvitnilegt að nýta efni frá þessum heimildarflokkum um efnismenning til þess að átta sig á hvernig menningararfurinn hafi orðið til.

Fjölmargar spurningar koma í hugan þegar litið er til uppskriftanna, svo sem hvernig lýsa þær efnahagi þjóðar? Hvaða samræmi er á milli uppskriftanna og safnakosts íslenskra minjasafna? Hvernig falla uppskriftirnar að fræðilegri orðræðu um efnisveruleika eða æviferli hluta? Hvernig þjóðfélags- og persónugervi birtist okkur í uppskriftunum? Hvernig endurspegla uppskriftirnar sambærileg gögn annars staðar í veröldinni? Hvaða upplýsingar um huglægt og efnahagslegt verðmæti hluta má vinna úr uppskriftunum? Þannig má lengi telja en hugmyndir vísindamannanna sem standa að þessari umsókn er að nýta þessa tvo gagnagrunna til að kanna hversdagslíf fólks á nýjan og spennandi hátt – tengja saman hlutveruleikan, tilfinningarlíf og hverdagslega reynslu fólks á 19. og fram á 20. öld.

Strands

Strand 1: History and Primary Sources, strand manager: Prof. Már Jónsson. Strand team: PhD student # 1, MA student # 1, MA student # 2 

The aim of this Strand is to continue the work on the main archive – the inventories – that Prof. Már Jónsson initiated six years ago. This work will form the foundation of the project. Continue reading “Strands”

The team

Dr. Sigurður Gylfi Magnússon

Dr. Sigurður Gylfi Magnússon er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands auk þess að vera yfir Miðstöð einsögurannsókna á sama stað. Hann er höfundur 22 bóka og fjölda greina sem hafa birst á Íslandi og annarsstaðar í heiminum. Nýjustu bækur hans á ensku eru: Wasteland with Words. A Social History of Iceland (London: Reaktion Books, 2010); What is Microhistory? Theory and Practice (London: Routledge, 2013), meðhöfundur er dr. István M. Szijártó og Minor Knowledge and Microhistory (London: Routledge, 2017), meðhöfundur er dr. Davíð Ólafsson. Sigurður Gylfi er einn þriggja ritstjóra Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar en í ritröðinni hafa birst yfir tuttugu bækur á sviði hversdagssögu, einsögu og heimildafræði. Hann er ásamt István M. Szijártó ritstjóri nýrrar ritraðar sem hið alþjóðlega bókaforlag Routledge gefur út og nefnist Microhistories.

Continue reading “The team”

Foreign collaboration

The research is conducted in cooperation with five international experts who will serve as an advisory board to be consulted in relation to the milestones of the project. Apart from serving as advisors, their role will be to take part in seminars, give presentations about their own work and provide feedback and support regarding the interpretation of results and the dissemination of findings through international publications and seminars. Continue reading “Foreign collaboration”