Fyrirlestraröð HH/lecture series (videó)

Fyrirlestraröð vegna sýningarinnar Heimsins hnoss í Þjóðminjasafni Íslands

Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 flutti Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands fyrsta hádegiserindið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þar fjallaði hann um dánarbúsuppskriftirnar.


Davíð Ólafsson sagnfræðingur og lektor í menningarfræði við Háskóla Íslands var með erindi í Þjóðminjasafninu þriðjudaginn 29. nóvember 2022. Þar fjallaði hann um þá efnislegu hluti sem tilheyrðu bóklegri iðkun á 19. öld á Íslandi.


Þriðjudaginn 31. janúar 2023 flutti Guðrún Hildur Rosenkjær kjóla- og klæðskerameistari, sagnfræðingur, erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Guðrún Hildur fjallaði um nauðsyn þess að rannsaka heimildir um prjón með öllum þeim aðferðum sem þær krefjast. Þar með talið skoðun á fjölbreyttum heimildum, rituðum heimildum og varðveittum munum. Aðferðir Guðrúnar Hildar mætti kalla „tilraunasagnfræði“ sem vísar til þekktrar aðferðafræði, tilraunafornleifafræði.


Hinn 7. mars 2023 flutti Anna Lísa Rúnarsdóttir, doktor í mannfræði erindi um þá orðræðu sem söfnunarstefna Matthíasar Þórðarsonar stuðlaði að og samfélagslegt samhengi hennar.


Hinn 28. mars 2023 flutti Anna Heiða Baldursdóttir doktor í sagnfræði, fyrirlestur um möguleika tveggja umfangsmikilla heimildasafna fyrir rannsóknir; dánarbúsuppskriftir og rafræna gagnasafnið Sarp. Í fyrirlestrinum var ljósi varpað á eiginleika tveggja ólíkra heimildasafna (e. archives) og þýðingu þeirra fyrir rannsóknir í sagnfræði.


Hinn 25. paríl 2023 flutti sagnfræðingurinn Guðný Hallgrímsdóttir fyrirlestur um hvernig nýta má heimildir á Þjóðskjalasafni Íslands til að rýna í efnahagslega stöðu vinnukvenna á 18. og 19. öld.


Hinn 23. maí 2023 flutti Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í menningarsögu við Háskóla Íslands lokaerindið í fyrirlestraröðinni. Í fyrirlestrinum fór Sigurður yfir hugmyndir fólks um hluti sem það safnar og spurði meðal annars: Hverju söfnum við að okkur? Hver er merking hlutanna fyrir einstaklingana?